Custom tailoring

ZANTINO

sérsaumur - Custom tailoring

Markmið okkar er að leiða þig í átt að hinum fullkomnu jakkafötum.

Bókaðu tíma og við hjálpum þér að hanna fötin sem þig hefur alltaf dreymt um. Engin áskorun er of stór, við tökum henni fagnandi!

Sérsaumur

Skyrtur

Sérsaumaðar skyrtur eru sniðnar að þér. Þær tryggja fullkomið snið, aukin þægindi og fágað útlit. Þegar smáatriðin skipta máli, skiptir skyrtan öllu.

FAQs

Sérsaumur er besta leiðin til að fá flík sem passar fullkomlega og lítur ótrúlega vel út. Með sérsaumi er allt sniðið eftir þínum líkama, þínum stíl og þínum þægindum. Þú velur efni, smáatriði og útfærslur, og útkoman er jakkaföt sem sitja betur, endast lengur og gera þig sjálfsöruggari í hverju skrefi. Þetta eru föt sem eru saumuð sérstaklega fyrir þig eftir þínum þörfum.

Gott er að undirbúa sig fyrir mælingu með því að skoða hugmyndir á netinu t.d. Pinterest, Instagram eða myndir af stíl sem þér líkar. Þannig áttu auðveldara með að útskýra hvernig snið, lit, efni og smáatriði þú vilt. Þegar þú kemur með skýra tilfinningu fyrir stílnum sem þú sækist eftir, verður útkoman nákvæmari og betur sniðin að þér.

Við tökum ítarlegar líkamsmælingar og ræðum stíl, efni og smáatriði. Mæling tekur 20–40 mínútur.

Afhendingartíminn er yfirleitt 3–5 vikur, en getur verið breytilegur eftir því hvort efni eru sérpöntuð og á hvaða tímabili pöntunin er gerð.

Já, við getum sérsaumað skyrtur, buxur, yfirhafnir og fleira eftir óskum.