FERLIÐ
1. Bóka tíma
Fyrsta skrefið er að bóka tíma hjá okkur. Þú getur bókað tíma hér.
Það er mjög gott að vera búinn að skoða veraldarvefinn (pinterest, instagram eða sambærilega miðla) og leita uppi ýmis útlit eða stíla sem þér finnst töff eða eiga við þig.
2. Mæling
- Tökum öll nauðsynleg mál til þess að skapa þín drauma jakkaföt.
3. Efnisval og hönnun
- Nú velur þú efni í sérsaumuðu jakkafötin þín. Við hálpum þér að velja efni, fóður og hnappa ásamt því að hanna fötin frá A-Ö og geri fötin nákvæmlega eins og þú vilt hafa þau.
4. Mátun
Þegar að fötin lenda hjá okkur þá bókum við þig í mátunar tíma. Þá sjáum við hvort eitthvað þurfi að laga.
5. Afhending
- Við gefum okkur ca 3 vikur til þess að afhenda fötin. Ef ekki þarf að leiðretta eða laga, þá ertu good to go. Ef það þarf að leiðrétta eða gera breytingar þá má gera ráð fyrir 5-7 dögum í afhendingu frá mátun.
Sérsaumur þarf ekki að vera flókinn. Hlökkum til að sjá þig!